Stjórn og stjórnarhættir


Stjórn

Sigurbjörn Þorkelsson

Stjórnarformaður

Sigurbjörn Þorkelsson er formaður stjórnar Fossa fjárfestingarbanka hf.

Sigurbjörn hefur unnið hjá erlendum fjármálastofnunum allan sinn starfsferil í New York, London, Tokyo og Hong Kong og hefur víðtæka reynslu af því að leiða og byggja upp fjárfestingarbanka starfsemi. Á Íslandi hefur Sigurbjörn verið fjárfestir, einkum í sprotafélögum, setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, verið ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Sigurbjörn er verkfræðimenntaður frá Háskóla Íslands og með M.Sc. gráðu frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum.

Anna Baldursdóttir

Stjórnarmaður

Anna Baldursdóttir er stjórnarmaður Fossa fjárfestingarbanka.

Anna er ráðgjafi með yfirgripsmikla reynslu í fjármálageiranum. Hún hóf feril sinn hjá Íslandsbanka og stýrði útlánateymi í London ásamt því að aðstoða slitastjórn Glitnis við umsýslu og endurheimtu erlendra lánasafna. Anna hefur starfað hjá Royal Bank of Scotland sem stjórnandi og úrskurðaraðili í verkefnum tengdum útlánastarfsemi og sölu afleiðna til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Anna er hagfræðimenntuð frá Háskóla Íslands og með M.Sc. gráðu í fjármálum frá London Business School ásamt því að hafa lokið LEAD stjórnunarnámi frá Stanford háskóla.

Lilja Dóra Halldórsdóttir

Stjórnarmaður

Lilja Dóra Halldórsdóttir er stjórnarmaður Fossa fjárfestingarbanka.

Lilja Dóra hefur góða þekkingu og reynslu af starfsemi lánastofnana, en hún var forstjóri Lykils fjármögnunar hf. frá árinu 2011 og fram yfir sölu á félaginu til nýrra eigenda árið 2020. Áður var hún aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og sinnti ráðgjöf við íslensk fyrirtæki og stofnanir hjá Opna Háskólanum. Þá starfaði hún við ýmis verkefni hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Belgíu og var yfirlögfræðingur Skeljungs hf. um nokkurra ára skeið. Lilja hefur setið í stjórnum fyrirtækja, s.s. Klakka ehf. og Samskipa hf. og var höfundur bókarinnar ,,Stofnun fyrirtækja – formreglur, réttindi og skyldur“, sem Impra og Háskólinn í Reykjavík gáfu út.

Lilja er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og fékk réttindi til málflutnings í héraði árið 1996. Hún er með MBA gráðu frá Vlerick Leuven Gent Management School og gráðu í stjórnun frá Háskólanum í Leuven i Belgiu.

Brynja Baldursdóttir

Stjórnarmaður

Brynja Baldursdóttir er stjórnarmaður Fossa fjárfestingarbanka hf.

Brynja er forstjóri Motus. Brynja hefur margra ára þverfaglega reynslu af stjórnun og stefnumótun í tæknigeiranum. Hún hóf feril sinn hjá Símanum og stýrði þar vefmálum og sölu á einstaklingsmarkaði áður en hún hóf störf hjá Creditinfo Group. Þar var hún framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi og svæðisstjóri evrópskra markaða. Þá hefur Brynja setið í stjórn nokkurra fyrirtækja og í stjórn Lífsverks, lífeyrissjóðs á árunum 2014-2017.

Brynja er verkfræðimenntuð frá Háskóla Íslands og er með M.Sc. gráðu frá Georgia Institute of Technology í Bandaríkjunum.

Kolbeinn Arinbjarnarson

Stjórnarmaður

Kolbeinn Arinbjarnarson er stjórnarmaður Fossa fjárfestingarbanka hf.

Kolbeinn starfaði í 10 ár hjá Icelandair á ýmsum sviðum og varð því næst framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Calidris sem þróaði tæknilausnir fyrir flugfélög. Calidris var selt til Sabre Corporation í Bandaríkjunum og starfaði Kolbeinn sem framkvæmdastjóri hjá því félagi í fjögur ár þar til hann hætti til þess að vinna sjálfstætt sem ráðgjafi og fjárfestir ásamt því að sitja í stjórnum fyrirtækja.

Kolbeinn er verkfræðimenntaður frá Háskóla Íslands og með M.Sc. gráðu frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum.


Varastjórn og nefndir

Aðalheiður Magnúsdóttir

Varamaður í stjórn

Aðalheiður Magnúsdóttir er varamaður í stjórn Fossa fjárfestingarbanka hf.

Aðalheiður er fjárfestir og stjórnarformaður Fossa ehf. Aðalheiður starfaði lengi við vörustefnu, auglýsinga- og markaðsmál fyrir ýmis fyrirtæki í New York, London og Hong Kong. Aðalheiður rekur Ásmundarsal sem er sjálfstætt starfandi sýningarsalur og situr í stjórn Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Aðalheiður er með BA gráðu í hönnun og markaðsmálum frá Parsons School of Design í New York auk þess að hafa stundað nám í listrænni stjórnun og framleiðslu frá Central Saints Martin í London.

Gunnar Egill Egilsson

Varamaður í stjórn

Gunnar Egill Egilsson er varamaður í stjórn Fossa fjárfestingarbanka hf.

Gunnar Egill Egilsson er meðeigandi að Nordik lögfræðiþjónustu í Reykjavík þar sem að hann sinnir lögfræðiráðgjöf og málflutningi. Sérsvið Gunnars Egils er skatta- og félagaréttur og veitir hann smáum og stórum fyrirtækjum ráðgjöf í þeim málaflokkum. Ásamt lögmennskunni hefur Gunnar Egill sinnt gestakennslu í Háskólanum í Reykjavík og verið atkvæðamikill í félagsmálum.

Gunnar Egill er með B.A. og M.A. í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Ása Karlsdóttir

Formaður endurskoðunarnefndar stjórnar

Ása starfaði hjá Íslandsbanka hf. í 13 ár sem forstöðumaður fjárhagsdeildar, meðal verkefna voru uppgjör móðurfélags og samstæðu bankans, og upplýsingagjöf til endurskoðunarnefndar og stjórnar bankans. Ása hefur mikla reynslu af innleiðingu á hugbúnaðarlausnum meðal annars hjá Arion banka og fyrirrennerum hans og hjá Eimskip hf.

Ása er löggiltur endurskoðandi með Cand.oecon próf í viðskipafræði frá Háskóla Íslands. Ekki er um að ræða nein hagsmunatengsl milli Ásu og helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila Fossa fjárfestingarbanka hf. Ása er óháð félaginu og stórum hluthöfum.

Undirnefndir stjórnar og endurskoðun

Innan stjórnar Fossa starfa þrjár undirnefndir, endurskoðunarnefnd, áhættunefnd og starfskjaranefnd.


Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd Fossa sinnir ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn og hefur m.a. eftirlit með reikningsskilum félagsins, virkni innra eftirlits og innri og ytri endurskoðun þess. Nefndin starfar eftir starfsreglum endurskoðunarnefndar Fossa.

Nefndina skipa

Ása Karlsdóttir (formaður), Brynja Baldursdóttir og Lilja Dóra Halldórsdóttir.


Áhættunefnd

Áhættunefnd Fossa sinnir ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn, m.a. vegna mótunar áhættustefnu og áhættuvilja. Nefndin hefur eftirlit með fyrirkomulagi og virkni áhættustýringar, stýringu lausafjáráhættu, útlánaáhættu, markaðsáhættu og rekstraráhættu. Nefndin starfar eftir starfsreglum áhættunefndar Fossa.

Nefndina skipa

Anna Helga Baldursdóttir (formaður), Kolbeinn Arinbjarnarson og Sigurbjörn Þorkelsson.


Starfskjaranefnd

Starfskjaranefnd Fossa er ætlað að sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn í tengslum við starfskjör félagsins og að þau styðji við markmið og hagsmuni þess. Meginhlutverk starfskjaranefndar er að útbúa árlega starfskjarastefnu og hafa eftirlit með framkvæmd hennar. Nefndin starfar eftir starfsreglum starfskjaranefndar Fossa.

Nefndina skipa

Brynja Baldursdóttir (formaður), Kolbeinn Arinbjarnarson og Lilja Dóra Halldórsdóttir.


Endurskoðun

Ytri endurskoðandi félagsins er KPMG ehf.
Innri endurskoðun félagsins er útvistað til Deloitte ehf.