Stjórn og stjórnarhættir


Stjórn

Undirnefndir stjórnar og endurskoðun

Innan stjórnar Fossa starfa þrjár undirnefndir, endurskoðunarnefnd, áhættunefnd og starfskjaranefnd.


Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd Fossa sinnir ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn og hefur m.a. eftirlit með reikningsskilum félagsins, virkni innra eftirlits og innri og ytri endurskoðun þess. Nefndin starfar eftir starfsreglum endurskoðunarnefndar Fossa.

Nefndina skipa

Ása Karlsdóttir (formaður), Brynja Baldursdóttir og Lilja Dóra Halldórsdóttir.


Áhættunefnd

Áhættunefnd Fossa sinnir ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn, m.a. vegna mótunar áhættustefnu og áhættuvilja. Nefndin hefur eftirlit með fyrirkomulagi og virkni áhættustýringar, stýringu lausafjáráhættu, útlánaáhættu, markaðsáhættu og rekstraráhættu. Nefndin starfar eftir starfsreglum áhættunefndar Fossa.

Nefndina skipa

Anna Helga Baldursdóttir (formaður), Kolbeinn Arinbjarnarson og Sigurbjörn Þorkelsson.


Starfskjaranefnd

Starfskjaranefnd Fossa er ætlað að sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn í tengslum við starfskjör félagsins og að þau styðji við markmið og hagsmuni þess. Meginhlutverk starfskjaranefndar er að útbúa árlega starfskjarastefnu og hafa eftirlit með framkvæmd hennar. Nefndin starfar eftir starfsreglum starfskjaranefndar Fossa.

Nefndina skipa

Brynja Baldursdóttir (formaður), Kolbeinn Arinbjarnarson og Lilja Dóra Halldórsdóttir.


Endurskoðun

Ytri endurskoðandi félagsins er KPMG ehf.
Innri endurskoðun félagsins er útvistað til Grant Thornton endurskoðun ehf.