Marta Guðrún Blöndal

Stjórnarmeðlimur

Marta Guðrún er stjórnarmeðlimur Fossa fjárfestingarbanka hf.

Marta er framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá ORF Líftækni. Hún hefur starfað hjá ORF Líftækni frá árinu 2018, en fram til ársloka 2022 var hún einnig yfirlögfræðingur BIOEFFECT hf.  Á árunum 2014-2018 var Marta yfirlögfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Á sama tímabili var hún framkvæmdastjóri Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands. Áður starfaði Marta á Juris lögmannsstofu, hjá Útlendingastofnun, innanríkisráðuneytinu og endurupptökunefnd. Marta hefur víðtæka þekkingu á lagaumhverfi íslenskra fyrirtækja og góðum stjórnarháttum og hefur komið að útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja frá árinu 2014.

Marta situr í stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. (Skaga hf.) móðurfélags Fossa og Olíudreifingar ehf.

Marta Guðrún er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og BA gráðu frá sama skóla. Hún hefur jafnframt málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi.