Um Fossa

Fossar er fjárfestingarbanki sem þjónustar innlenda og erlenda fjárfesta á sviði miðlunar fjármálagerninga, fyrirtækjaráðgjafar og eignastýringar. Fossar leggja mikla áherslu á fagmennsku, árangur og traust. Starfsmenn Fossa eru reyndir sérfræðingar með viðamikla reynslu á bæði innlendum og erlendum fjármálamörkuðum.

Starfsleyfi

Fossar hafa starfsleyfi sem lánafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Starfsleyfi félagsins tekur til móttöku endurgreiðanlegra fjármuna frá almenningi, útlána fjárfestingarþjónustu og fjárfestingastarfsemi, þ.e. móttöku og miðlunar fyrirmæla frá viðskiptavinum um einn eða fleiri fjármálagerninga, framkvæmdar fyrirmæla fyrir hönd viðskiptavina, eignastýringar, fjárfestingaráðgjafar, umsjónar með útboði fjármálagerninga án sölutryggingar sem og töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum markaði. Þá hefur félagið heimild til að veita viðbótarþjónustu, s.s. vegna vörslu og umsýslu í tengslum við einn eða fleiri fjármálagerninga fyrir reikning viðskiptavinar.

Hluthafar Hlutafé samtals
Fossar Markets Holding ehf., endanlegir eigendur: Sigurbjörn Þorkelsson, Aðalheiður Magnúsdóttir, Haraldur I. Þórðarson og Steingrímur Arnar Finnsson. 76,64%
H3 ehf., eigandi Haraldur I. Þórðarson 4,96%
Kormákur Invest ehf., eigandi Steingrímur Arnar Finnsson 4,81%
HT 19 ehf. 4,35%
More Productive ehf. 2,28%
Az3 ehf. 1,63%
Volga ehf. 1,31%
Vatnaniður ehf. 1,14%
Aðrir hluthafar 2,89%