Fossar mynd 1

Við náum árangri fyrir okkar viðskiptavini

Markaðsviðskipti

Markaðsviðskipti hafa milligöngu um viðskipti með innlenda og erlenda fjármálagerninga, hvort sem um ræðir skráð eða óskráð bréf, auk þess að sinna gjaldeyrisþjónustu. Fossar eru aðili að Nasdaq Iceland kauphöllinni og hafa jafnframt aðgang að yfir 85 kauphöllum á heimsvísu.

Meðal annarra þjónustu á sviði markaðsviðskipta má nefna vörslu verðbréfa, hlutafjárútboð, utanþingsviðskipti, umsjón með tilboðabók og einkaútgáfu fjármálagerninga. Þá eiga viðskiptavinir Fossa möguleika á beinum aðgangi að kauphöllum og alþjóðlegum mörkuðum í gegnum Fossar Trader, sem notast við kerfi Saxo Bank.