Matei Manolescu

Markaðsviðskipti

Matei Manolescu er í teymi markaðsviðskipta.

Áður en Matei gekk til liðs við Fossa fjárfestingarbanka hf. starfaði hann í markaðsviðskiptum Íslandsbanka með áherslu á miðlun skuldabréfa. Á árunum 2013 til 2016 starfaði hann hjá Landsbréfum, fyrst sem sjóðstjóri í skuldabréfasjóðum og síðan í blönduðum fjárfestingar- og vogunarsjóðum. Þar áður vann Matei hjá Almenna lífeyrissjóðnum, á tímabilinu 2008 til 2012.

Matei er með BSc gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc Finance frá Imperial College í London ásamt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.