Traustur samstarfsaðili á fjármálamarkaði

Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf veitir fyrirtækjum, stofnunum, opinberum aðilum og einstaklingum fjölbreytta þjónustu tengda fjármálamörkuðum.

Fyrirtækjaráðgjöfin aðstoðar fyrirtæki og einstaklinga við samruna og yfirtökur (M&A), þar á meðal yfirtöku og sölu fyrirtækja, samrunaráðgjöf og ráðgjöf við einkafjárfestingar. Veitt þjónusta er m.a. mat á fyrirhuguðum fjárfestingum eða sölum, verkefnastjórn, greining og verðmöt, samskipti við vænta kaupendur/seljendur og ráðgjöf til stjórnenda og eigenda.

Fyrirtækjaráðgjöf veitir sjálfstæða ráðgjöf um alla þætti skuldafjármögnunar fyrirtækja og stofnana. Helstu þættir eru greining á núverandi fjármagnsskipan og tillögur að kjörfjármagnsskipan, gerð kynninga og annarra skjala fyrir vænta lántakendur, greiningar á fjármögnunartilboðum frá lánveitendum sem og aðstoð við samningaviðræður.

Fyrirtækjaráðgjöf veitir einnig ráðgjöf í tengslum við fjármögnun fyrirtækja og stofnana, þar á meðal samskipti við vænta fjárfesta sem og útgáfu og skráningu fjármálaafurða fyrir stofnanir og fyrirtæki. Verkþættir eru m.a. almenn ráðgjöf varðandi fjármagnsskipan, verkefnastjórn, greining og verðmat, útboðslýsingar, markaðssetning og sala verðbréfa og fjármálaafurða.


Tengiliðir