Þórður Ágúst Hlynsson

Framkvæmdastjóri
Fyrirtækjaráðgjöf

Þórður er framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Fossa.

Þórður býr að yfir 20 ára reynslu sem framkvæmdastjóri, fjármálastjóri og ráðgjafi í fyrirtækjaráðgjöf og sérhæfðum fjárfestingum, bæði á Íslandi og í Bretlandi.  Áður en Þórður gekk til liðs við Fossa starfaði hann sem fjármálastjóri hjá Festi fasteignaþróunarfélagi. Þá starfaði Þórður áður sem framkvæmdastjóri GAMMA Ráðgjafar og sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar alþjóðlega sjávarútvegsfyrirtækisins Icelandic Group þar sem hann vann m.a. við framþróun stefnumótunar samstæðu og stýrði kaup- og söluferlum dótturfélaga.

Frá árunum 2005 til 2012 starfaði Þórður í Lundúnum sem ráðgjafi í fyrirtækjaráðgjöf, fyrst hjá Landsbanki Securities og síðar sem einn af meðstofnendum Pensum Partners Limited.  Þá starfaði Þórður tímabundið sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknifyrirtækisins G.A. Wedderburn í Southampton.

Þórður er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið M.Sc. gráðu í fjármálum frá Cass Business School í Lundúnum.  Auk þess hefur Þórður lokið námi í verðbréfaviðskiptum og FCA prófi í fyrirtækjaráðgjöf í Bretlandi.