Framkvæmdastjórn

Steingrímur Arnar Finnsson

Forstjóri

Steingrímur er forstjóri Fossa fjárfestingarbanka hf

Steingrímur hefur langa reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Áður en Steingrímur gekk til liðs við Fossa fjárfestingarbanka hf. árið 2015 gegndi hann stöðu forstöðumanns innan markaðsviðskipta Straums fjárfestingabanka. Frá 2006 til 2011 starfaði Steingrímur í markaðsviðskiptum Kaupþings og síðar Arion banka, fyrst á gjaldeyris- og afleiðuborði og síðan í skuldabréfamiðlun. Þar áður starfaði hann í greiningardeild Kaupþings banka.

Steingrímur er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Adrian Sabido

Framkvæmdastjóri
Markaðsviðskipti

Adrian Sabido er framkvæmdastjóri markaðsviðskipta. Adrian hefur yfir 15 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Áður en Adrian gekk til liðs við Fossa fjárfestingarbanka hf. starfaði hann í markaðsviðskiptum Arctica Finance hf. frá árinu 2015. Adrian starfaði hjá H.F. Verðbréfum hf. frá 2011 til 2015 þar sem hann var forstöðumaður markaðsviðskipta. Þar áður starfaði Adrian í fjárstýringu hjá Icebank á tímabilinu 2008 til 2009.

Adrian er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og vinnur nú, meðfram störfum sínum hjá félaginu, að MCF gráðu í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Adrian hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Þórður Ágúst Hlynsson

Framkvæmdastjóri
Fyrirtækjaráðgjöf

Þórður er framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Fossa.

Þórður býr að yfir 20 ára reynslu sem framkvæmdastjóri, fjármálastjóri og ráðgjafi í fyrirtækjaráðgjöf og sérhæfðum fjárfestingum, bæði á Íslandi og í Bretlandi.  Áður en Þórður gekk til liðs við Fossa starfaði hann sem fjármálastjóri hjá Festi fasteignaþróunarfélagi. Þá starfaði Þórður áður sem framkvæmdastjóri GAMMA Ráðgjafar og sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar alþjóðlega sjávarútvegsfyrirtækisins Icelandic Group þar sem hann vann m.a. við framþróun stefnumótunar samstæðu og stýrði kaup- og söluferlum dótturfélaga.

Frá árunum 2005 til 2012 starfaði Þórður í Lundúnum sem ráðgjafi í fyrirtækjaráðgjöf, fyrst hjá Landsbanki Securities og síðar sem einn af meðstofnendum Pensum Partners Limited.  Þá starfaði Þórður tímabundið sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknifyrirtækisins G.A. Wedderburn í Southampton.

Þórður er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið M.Sc. gráðu í fjármálum frá Cass Business School í Lundúnum.  Auk þess hefur Þórður lokið námi í verðbréfaviðskiptum og FCA prófi í fyrirtækjaráðgjöf í Bretlandi.

Róbert Ragnar Grönqvist

Framkvæmdastjóri
Áhættustýring

Róbert Ragnar Grönqvist er framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Fossum fjárfestingarbanka hf.

Áður en Róbert gekk til liðs við Fossa fjárfestingarbanka var hann deildarstjóri í áhættustýringu hjá Íslandsbanka frá 2017-2021. Hann starfaði við áhættustýringu hjá Danske Bank á árunum 2015-2017 sem sérfræðingur í útlána-, markaðs- og lausafjáráhættu. Auk áhættustýringar hefur hann starfað við fjárstýringu og afleiðuviðskipti, lengst af hjá Landsbanka Íslands á árunum 2005-2008. Samhliða vinnu hefur hann sinnt stundakennslu við viðskipta- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík frá 2009.

Róbert er með B.Sc. gráðu í stærðfræði og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í Fjármálastærðfræði frá University of Warwick, auk þess að vera löggiltur verðbréfamiðlari.

Heiðrún Haraldsdóttir

Framkvæmdastjóri
Fjármál og rekstur

Heiðrún Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Fossa.

Heiðrún er með yfir 20 ára reynslu af fjármálastarfsemi. Hún kemur til Fossa frá Arion banka þar sem hún starfaði sem rekstrarstjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs. Áður starfaði hún á fjármálasviði Arion banka, m.a. í samstæðuuppgjöri og hagdeild. Heiðrún hefur einnig starfað sem sérfræðingur hjá Íslandsbanka, sem rekstrarstjóri hjá Senu og fjármálastjóri Hér & Nú auglýsingastofu.

Heiðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með MSc í fjármálum fyrirtækja.

Sveinbjörn Sveinbjörnsson

Framkvæmdastjóri
Eignastýring

Sveinbjörn Sveinbjörnsson er framkvæmdastjóri eignastýringar.

Áður er Sveinbjörn gekk til liðs við Fossa fjárfestingarbanka árið 2023 þá starfaði hann frá árinu 2018 sem forstöðumaður eignastýringar Íslandsbanka. Þar áður hafði Sveinbjörn verið forstöðumaður einkabankaþjónustu Íslandsbanka frá árinu 2013. Á árunum 2009 til 2013 starfaði hann sem viðskiptastjóri í einkabankaþjónstu og frá 2005 til 2008 sem hlutabréfamiðlari í markaðsviðskiptum Íslandsbanka.

Sveinbjörn er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið námi í verðbréfaviðskiptum.

Þórunn Ólafsdóttir

Framkvæmdastjóri
Yfirlögfræðingur

Þórunn Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og yfirlögfræðingur Fossa fjárfestingarbanka hf.

Þórunn hefur á síðastliðnum árum starfað sem lögmaður á sviði fyrirtækja- og skattaráðgjafar. Í störfum sínum hefur hún öðlast víðtæka reynslu af rekstri fjármálafyrirtækja. Áður en Þórunn gekk til liðs við Fossa fjárfestingarbanka hf. starfaði hún á SKR lögfræðiþjónustu slf. þar sem hún var einnig eigandi. Þar á undan starfaði hún sem sérfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte ehf. og sem lögfræðingur hjá H.F. verðbréfum hf. Samhliða lögmannsstörfum hefur Þórunn sinnt kennslu í skattarétti við Háskólann í Reykjavík.

Þórunn lauk grunn- og meistaranámi frá lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þórunn hefur jafnframt málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi.