Þórunn Ólafsdóttir

Framkvæmdastjóri
Yfirlögfræðingur

Þórunn Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og yfirlögfræðingur Fossa fjárfestingarbanka hf.

Þórunn hefur á síðastliðnum árum starfað sem lögmaður á sviði fyrirtækja- og skattaráðgjafar. Í störfum sínum hefur hún öðlast víðtæka reynslu af rekstri fjármálafyrirtækja. Áður en Þórunn gekk til liðs við Fossa fjárfestingarbanka hf. starfaði hún á SKR lögfræðiþjónustu slf. þar sem hún var einnig eigandi. Þar á undan starfaði hún sem sérfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte ehf. og sem lögfræðingur hjá H.F. verðbréfum hf. Samhliða lögmannsstörfum hefur Þórunn sinnt kennslu í skattarétti við Háskólann í Reykjavík.

Þórunn lauk grunn- og meistaranámi frá lagadeild Háskólans í Reykjavík. Þórunn hefur jafnframt málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi.