Steingrímur er forstjóri Fossa fjárfestingarbanka hf
Steingrímur hefur langa reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Áður en Steingrímur gekk til liðs við Fossa fjárfestingarbanka hf. árið 2015 gegndi hann stöðu forstöðumanns innan markaðsviðskipta Straums fjárfestingabanka. Frá 2006 til 2011 starfaði Steingrímur í markaðsviðskiptum Kaupþings og síðar Arion banka, fyrst á gjaldeyris- og afleiðuborði og síðan í skuldabréfamiðlun. Þar áður starfaði hann í greiningardeild Kaupþings banka.
Steingrímur er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.