Adrian Sabido

Framkvæmdastjóri
Markaðsviðskipti

Adrian Sabido er framkvæmdastjóri markaðsviðskipta. Adrian hefur yfir 15 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Áður en Adrian gekk til liðs við Fossa fjárfestingarbanka hf. starfaði hann í markaðsviðskiptum Arctica Finance hf. frá árinu 2015. Adrian starfaði hjá H.F. Verðbréfum hf. frá 2011 til 2015 þar sem hann var forstöðumaður markaðsviðskipta. Þar áður starfaði Adrian í fjárstýringu hjá Icebank á tímabilinu 2008 til 2009.

Adrian er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og vinnur nú, meðfram störfum sínum hjá félaginu, að MCF gráðu í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Adrian hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.