Ástrós Björk Viðarsdóttir

Ástrós Björk Viðarsdóttir

Verkefnastjóri Fyrirtækjaráðgjöf

Ástrós býr að yfir 20 ára reynslu á fjármálamarkaði, aðallega í fyrirtækjaráðgjöf þar sem hún hefur stýrt og tekið þátt í fjölmörgum veigamiklum verkefnum í íslensku atvinnulífi. Hún hefur einnig reynslu sem fjármálastjóri og framkvæmdastjóri, meðal annars starfaði hún sem fjármálastjóri fasteignafélagsins Íþöku.

Á árunum 2004-2013 starfaði Ástrós í Landsbankanum, fyrst við greiningu á fyrirtækjum og efnahagsmálum en síðar í fyrirtækjaráðgjöf. Á árinu 2013 færði hún sig yfir í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka þar sem hún starfaði til ársins 2021. Ástrós hefur því umtalsverða reynslu af verkefnum í fyrirtækjaráðgjöf og hefur sinnt fjölbreyttri ráðgjöf á þessu sviði, m.a. fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins.

Ástrós er með grunn og framhaldsmenntun í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið námi í verðbréfaviðskiptum.