Takk dagur Fossa hefur verið haldinn á hverju ári síðan 2015 en þann daginn renna allar þóknanatekjur Fossa til góðs málefnis sem starfsmenn tilnefna auk þess sem viðskiptavinum og velunnurum gefst kostur á styrkja söfnunina beint. Auk Fossa taka Kauphöllin (Nasdaq Iceland) og uppgjörsfyrirtækið T Plús þátt í deginum með því að fella niður öll gjöld af viðskiptum Fossa innan dagsins og renna þau í staðinn til söfnunarinnar. Þá gefur auglýsingastofan TVIST vinnu sína sem tengist deginum. Samtals hafa Fossar ásamt viðskiptavinum og samstarfsaðilum safnað rúmlega 140 milljónum til styrktar verðugum málefnum og samtökum og með því lagt sitt á vogarskálarnar til betra samfélags.
Árið 2024 söfnuðust 26,5 milljónir króna sem runnu til Einstakra barna, stuðningsfélags barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni.
Alls söfnuðust 24,1 milljónir fyrir Krýsuvíkursamtökin á Takk deginum 2023.
Styrkurinn bætti meðferðarpláss og þjónustu við skjólstæðinga með nýrri sérálmu fyrir konur í Krýsuvík.
Á Takk deginum 2022 söfnuðust 23,9 milljónir sem runnu til Píeta samtakanna.
Styrkurinn nýttist við að halda úti forvörnum og sólarhringsþjónustu fyrir ungt fólk í vanda.
Alls söfnuðust 21,6 milljónir á Takk deginum árið 2021.
Styrkurinn rann til Jafningjaseturs Reykjadals, félagsmiðstöðvar fyrir börn og ungmenni með fötlun.
Alls söfnuðust 12,6 milljónir króna á Takk deginum 2020 og rann stuðningurinn til Landssamtakanna Geðhjálpar.
Styrkurinn nýttist til að setja á laggirnar geðræktarverkefnið G-vítamín sem hefur það að markmiði að stuðla að aukinni geðrækt meðal landsmanna.
Alls söfnuðust rúmar 11 milljónir króna á Takk deginum 2019 til styrktar langveikum ungmennum.
Styrkurinn nýttist Rjóðrinu til að efla þjónustu við eldri ungmenni og þjónustu við langveik og fötluð börn.
Alls söfnuðust 8,2 milljónir á Takk deginum 2018. Styrknum var skipt jafnt á milli þjóðarátaksins Ég á bara eitt líf og Bergsins, stuðningsseturs fyrir ungt fólk.
Styrkurinn nýttist til forvarnafræðslu og við uppbyggingu á þjónustu fyrir ungt fólk.
Fossar styrktu Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, um 6,7 milljónir króna á Takk deginum 2017.
Framlagið nýttist jafningjastuðningi og neyðarsjóði Krafts.
Alls söfnuðu Fossar 4 milljónum til stuðnings Barnaspítala Hringsins á Takk deginum 2016.
Á Barnaspítalanum er veitt sérhæfð, fjölskyldumiðuð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri.
Fossar styrktu Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur árið 2015.
Alls söfnuðust 2,3 milljónir þetta fyrsta ár sem markaði upphaf Takk dagsins.