Benedikt kemur til fyrirtækjaráðgjafar Fossa frá orkusviði N1. Þar starfaði hann frá árinu 2020 með háskólanámi sem raforkumiðlari og sérfræðingur, en Benedikt kom til N1 í kjölfar yfirtöku félagsins á raforkusalanum Íslensk orkumiðlun.
Benedikt er útskrifaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.