Haraldur Þórðarson

Stjórnarformaður

Haraldur I. Þórðarson er formaður stjórnar Fossa fjárfestingarbanka hf.

Haraldur hefur langa reynslu af störfum á fjármálamarkaði og er forstjóri Skaga, móðurfélags Fossa. Haraldur er einn stofnenda Fossa fjárfestingarbanka og var jafnframt forstjóri hans árin 2015 til 2023. Á árunum 2011 til 2015 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Straums fjárfestingabanka hf. og átti jafnframt sæti í framkvæmdastjórn bankans á sama tímabili. Á árunum 2007 til 2010 var hann framkvæmdastjóri fjárstýringar Exista hf. og forstöðumaður fjármögnunar hjá sama félagi frá árinu 2006. Þar áður vann Haraldur í fjárstýringu Kaupþings banka hf. á tímabilinu 2003 til 2006.

Haraldur er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og Global Executive MBA gráðu frá IESE Business School. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.