Brynjar Þór Hreinsson

Stjórnarmaður

Brynjar er stjórnarmaður Fossa fjárfestingarbanka.

Brynjar hefur hátt í 20 ára starfsreynslu í ábyrgðarstöðum á  fjármálamarkaði innanlands og erlendis. Brynjar gegnir nú starfi framkvæmdastjóra fjármála VÍS samstæðunnar, móðurfélags Fossa. Hann hefur m.a. starfað sem fjárfestingastjóri Stapa lífeyrissjóðs, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslenskum verðbréfum og eignastýringar hjá Straumi fjárfestingabanka. Auk reynslu af fjárfestingabanka starfsemi og á lánasviði hjá Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka.​

Brynjar Þór er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, próf í verðbréfaviðskiptum og BS gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla.​