Anna Baldursdóttir

Anna Baldursdóttir

Stjórnarmeðlimur

Anna Baldursdóttir er stjórnarmaður Fossa fjárfestingarbanka hf.

Anna er ráðgjafi með yfirgripsmikla reynslu í fjármálageiranum. Hún hóf feril sinn hjá Íslandsbanka og stýrði útlánateymi í London ásamt því að aðstoða slitastjórn Glitnis við umsýslu og endurheimtu erlendra lánasafna. Anna hefur starfað hjá Royal Bank of Scotland sem stjórnandi og úrskurðaraðili í verkefnum tengdum útlánastarfsemi og sölu afleiðna til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Anna er hagfræðimenntuð frá Háskóla Íslands og með M.Sc. gráðu í fjármálum frá London Business School ásamt því að hafa lokið LEAD stjórnunarnámi frá Stanford háskóla.