Guðný Arna Sveinsdóttir

Stjórnarmeðlimur

Guðný Arna Sveinsdóttir er stjórnarmaður Fossa fjárfestingarbanka hf.

Guðný Arna er framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Embla Medical. Þaðan kom hún frá Kviku Banka og dótturfélögum þar sem hún starfaði í fjármálatengdum störfum. Guðný Arna starfaði í tíu ár fyrir lyfjafyrirtækið Teva/Actavis, bæði í Sviss og Bandaríkjunum, meðal annars sem fjármálastjóri samheitalyfjaþróunar. Þar áður vann hún hjá Kaupþingi á árunum 2001-2008, meðal annars sem fjármálastjóri og hefur einnig starfað hjá Eimskip og PWC í Stokkhólmi.

Guðný Arna hefur lokið Cand.oecon. í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og meistaranámi í reikningsskilum og fjármálum frá háskólanum í Uppsala.