Guðný Arna Sveinsdóttir er stjórnarmaður Fossa fjárfestingarbanka hf.
Guðný Arna er framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Embla Medical. Þaðan kom hún frá Kviku Banka og dótturfélögum þar sem hún starfaði í fjármálatengdum störfum. Guðný Arna starfaði í tíu ár fyrir lyfjafyrirtækið Teva/Actavis, bæði í Sviss og Bandaríkjunum, meðal annars sem fjármálastjóri samheitalyfjaþróunar. Þar áður vann hún hjá Kaupþingi á árunum 2001-2008, meðal annars sem fjármálastjóri og hefur einnig starfað hjá Eimskip og PWC í Stokkhólmi.
Guðný Arna hefur lokið Cand.oecon. í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og meistaranámi í reikningsskilum og fjármálum frá háskólanum í Uppsala.