Kolbeinn Arinbjarnarson

Stjórnarmeðlimur

Kolbeinn Arinbjarnarson er stjórnarmaður Fossa fjárfestingarbanka hf.

Kolbeinn starfaði í 10 ár hjá Icelandair á ýmsum sviðum og varð því næst framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Calidris sem þróaði tæknilausnir fyrir flugfélög. Calidris var selt til Sabre Corporation í Bandaríkjunum og starfaði Kolbeinn sem framkvæmdastjóri hjá því félagi í fjögur ár þar til hann hætti til þess að vinna sjálfstætt sem ráðgjafi og fjárfestir ásamt því að sitja í stjórnum fyrirtækja.

Kolbeinn er verkfræðimenntaður frá Háskóla Íslands og með M.Sc. gráðu frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum.