Haraldur I. Þórðarson er formaður stjórnar Fossa fjárfestingarbanka hf.
Haraldur hefur langa reynslu af störfum á fjármálamarkaði og er forstjóri Skaga, móðurfélags Fossa. Haraldur er einn stofnenda Fossa fjárfestingarbanka og var jafnframt forstjóri hans árin 2015 til 2023. Á árunum 2011 til 2015 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Straums fjárfestingabanka hf. og átti jafnframt sæti í framkvæmdastjórn bankans á sama tímabili. Á árunum 2007 til 2010 var hann framkvæmdastjóri fjárstýringar Exista hf. og forstöðumaður fjármögnunar hjá sama félagi frá árinu 2006. Þar áður vann Haraldur í fjárstýringu Kaupþings banka hf. á tímabilinu 2003 til 2006.
Haraldur er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og Global Executive MBA gráðu frá IESE Business School. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Marta Guðrún er stjórnarmeðlimur Fossa fjárfestingarbanka hf.
Marta er framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá ORF Líftækni. Hún hefur starfað hjá ORF Líftækni frá árinu 2018, en fram til ársloka 2022 var hún einnig yfirlögfræðingur BIOEFFECT hf. Á árunum 2014-2018 var Marta yfirlögfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Á sama tímabili var hún framkvæmdastjóri Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands. Áður starfaði Marta á Juris lögmannsstofu, hjá Útlendingastofnun, innanríkisráðuneytinu og endurupptökunefnd. Marta hefur víðtæka þekkingu á lagaumhverfi íslenskra fyrirtækja og góðum stjórnarháttum og hefur komið að útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja frá árinu 2014.
Marta situr í stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. (Skaga hf.) móðurfélags Fossa og Olíudreifingar ehf.
Marta Guðrún er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og BA gráðu frá sama skóla. Hún hefur jafnframt málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi.
Anna Baldursdóttir er stjórnarmaður Fossa fjárfestingarbanka hf.
Anna er ráðgjafi með yfirgripsmikla reynslu í fjármálageiranum. Hún hóf feril sinn hjá Íslandsbanka og stýrði útlánateymi í London ásamt því að aðstoða slitastjórn Glitnis við umsýslu og endurheimtu erlendra lánasafna. Anna hefur starfað hjá Royal Bank of Scotland sem stjórnandi og úrskurðaraðili í verkefnum tengdum útlánastarfsemi og sölu afleiðna til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Anna er hagfræðimenntuð frá Háskóla Íslands og með M.Sc. gráðu í fjármálum frá London Business School ásamt því að hafa lokið LEAD stjórnunarnámi frá Stanford háskóla.
Kolbeinn Arinbjarnarson er stjórnarmaður Fossa fjárfestingarbanka hf.
Kolbeinn starfaði í 10 ár hjá Icelandair á ýmsum sviðum og varð því næst framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Calidris sem þróaði tæknilausnir fyrir flugfélög. Calidris var selt til Sabre Corporation í Bandaríkjunum og starfaði Kolbeinn sem framkvæmdastjóri hjá því félagi í fjögur ár þar til hann hætti til þess að vinna sjálfstætt sem ráðgjafi og fjárfestir ásamt því að sitja í stjórnum fyrirtækja.
Kolbeinn er verkfræðimenntaður frá Háskóla Íslands og með M.Sc. gráðu frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum.
Innan stjórnar Fossa starfar ein undirnefnd, áhættunefnd.
Áhættunefnd Fossa sinnir ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn, m.a. vegna mótunar áhættustefnu og áhættuvilja. Nefndin hefur eftirlit með fyrirkomulagi og virkni áhættustýringar, stýringu lausafjáráhættu, útlánaáhættu, markaðsáhættu og rekstraráhættu. Nefndin starfar eftir starfsreglum áhættunefndar Fossa.
Anna Helga Baldursdóttir (formaður), Marta Guðrún Blöndal og Kolbeinn Arinbjarnarson.
Ytri endurskoðandi félagsins er KPMG ehf.
Innri endurskoðandi félagsins er Helga Harðardóttir.