Traustur samstarfsaðili á fjármálamarkaði

Fyrirtækjaráðgjöf

Fyrirtækjaráðgjöf veitir fyrirtækjum, stofnunum, opinberum aðilum og einstaklingum fjölbreytta þjónustu tengda fjármálamörkuðum.

Kaup og sala fyrirtækja

Fyrirtækjaráðgjöfin aðstoðar fyrirtæki og einstaklinga við samruna og yfirtökur (M&A), þar á meðal kaup og sölu fyrirtækja, samrunaráðgjöf og ráðgjöf við einkafjárfestingar. Veitt þjónusta er m.a. mat á fyrirhuguðum fjárfestingum eða sölum, verkefnastjórnun, greining og ítarleg verðmöt, samskipti við vænta kaupendur/seljendur og ráðgjöf til stjórnenda og eigenda.

Skuldafjármögnun

Fyrirtækjaráðgjöf veitir sjálfstæða ráðgjöf um alla þætti skuldafjármögnunar fyrirtækja og stofnana. Helstu þættir eru greining á núverandi fjármagnsskipan og tillögur að kjörfjármagnsskipan, gerð kynninga og annarra skjala fyrir vænta lántakendur, greiningar á fjármögnunartilboðum frá lánveitendum sem og aðstoð við samningaviðræður.

Skráning og hlutafjárútboð

Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með skráningu verðbréfa í kauphöll, hvort heldur sem um er að ræða frumskráningu fyrirtækja, hlutafjárhækkun skráðra fyrirtækja eða skráningu annarra fjármálagerninga. Fyrirtækjaráðgjöf veitir fyrirtækjum og seljendum ráðgjöf við undirbúning skráningar, verkefnastjórnun, hefur umsjón með samskiptum við kauphöll og fjármálaeftirlit, umsjón með gerð skráningarlýsinga og fjárfestakynninga.

Umsjón með lokuðum útboðum hlutabréfa og/eða skuldabréfa til stærri fjárfesta  felur í sér ráðgjöf við undirbúning, umsjón með fjárfestakynningum og framkvæmd útboðs.

 

Starfsfólk fyrirtækjaráðgjafar

Starfsfólk fyrirtækjaráðgjafar Fossa hefur fjölbreyttan bakgrunn og býr yfir víðtækri þekkingu og alþjóðlegri reynslu af fjármálum og rekstri fyrirtækja. Höfuðáhersla er lögð á langtímasamband við viðskiptavini og boðið er upp á faglega og persónulega þjónustu þar sem hagsmunir viðskiptavina eru ávallt í fyrirrúmi.