Heimar hf. luku í dag útboði á nýjum grænum skuldabréfaflokk HEIMAR301036 GB.
HEIMAR301036 GB er verðtryggður skuldabréfaflokkur sem er veðtryggður með almennu tryggingarfyrirkomulagi félagsins.
Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.000 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 4,04%.
Uppgjör viðskiptanna er fyrirhugað þann 30. október nk. Óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. í kjölfarið.
Skuldabréfin voru seld í lokuðu söluferli og útboðið er undanþegið gerð lýsingar, sbr. d-liður 4. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129, sbr. lög nr. 14/2020.
Fossar fjárfestingabanki hf. hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna ásamt töku þeirra til viðskipta á Nasdaq Iceland.
Nánari upplýsingar veitir:
Arnar Geir Sæmundsson, Fossar fjárfestingarbanki hf., sími: 522-4000, netfang: arnar.saemundsson@fossar.is
Björn Eyþór Benediktsson – Framkvæmdastjóri fjármála Heima hf.– eythorb@heimar.is