Fossar fjárfestingarbanki hefur undirritað samning við Ölgerðina Egil Skallagrímsson hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins sem skráð eru á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Tilgangur samninganna er að efla viðskipti með hlutabréf Ölgerðarinnar á aðalmarkaði kauphallarinnar í því skyni að stuðla að því að seljanleiki hlutabréfa Ölgerðarinnar aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði sem skilvirkust og gagnsæjust.
Fossar hafa skuldbundið sig til að leggja fram bæði reglubundin og fyrirsjáanleg kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar, á hverjum viðskiptadegi, bæði áður en Kauphöllin opnar og á meðan viðskipti eiga sér stað.
Verðbil kaup- og sölutilboða skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki lægra en 1,45%. Fossar skulu tryggja að 30.000 hlutir að nafnvirði hið minnsta séu á hverjum tíma innan 1,5% verðbils. Þó er Fossum heimilt að setja fram kaup- og sölutilboð með lægra verðbili en að framan greinir við sérstakar aðstæður, t.d. í tengslum við breytingar á verðskrefatöflu Kauphallarinnar.
Samkvæmt samningi er Fossum heimilt að auka hámarksverðbil í 3,0% ef verðbreyting á hlutabréfum Ölgerðarinnar innan sama viðskiptadags er umfram 5,0%. Skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða falla niður innan viðskiptadags ef viðskipti í gegnum markaðsvakt Fossa með hluti Ölgerðarinnar nema samtals 40 m.kr. að markaðsvirði eða meira.
Samningurinn er ótímabundinn og tekur gildi frá og með deginum í dag, 23. Október 2025.
Nánari upplýsingar veitir:
Rúnar Friðriksson
Sími: 522-4000
Netfang: runar.fridriksson@fossar.is