Eignastýring
Eignastýring vinnur með fjársterkum einstaklingum, fjölskyldum, fjárfestingarfélögum og fyrirtækjum. Fjárfestingarstefna er mótuð í takt við markmið og þarfir hvers viðskiptavinar og í samvinnu við hann.
Við veitum vel ígrundaða fjárfestingar- og eignaráðgjöf og bjóðum upp á fjölbreytt úrval fjárfestingarkosta í öllum eignaflokkum.
Boðið er upp á eftirfarandi leiðir:
Eignastýring
Hentar þeim sem vilja að sérfræðingar sjái alfarið um að stýra eignasöfnum þeirra í samræmi við fyrirfram ákveðna fjárfestingarstefnu. Fyrirkomulag eignastýringar er þannig að viðskiptavinir eiga sjálfir þær eignir sem fjárfest er í.
Viðskiptavinir eignastýringar njóta ávallt bestu kjara og allir afslættir eða sérkjör sem Fossar kunna að fá, hvort sem það er vegna stærðar eða viðskiptasambanda, renna beint til viðskiptavina eignastýringar.
Fjárfestingarráðgjöf
Er fyrir viðskiptavini sem hafa þekkingu og skoðanir á fjármálamörkuðum og vilja sjálfir taka virkan þátt í fjárfestingarákvörðunum. Fjárfestingarákvarðanir eru ekki bundnar skorðum enda eru þær ávallt teknar í samráði við viðkomandi viðskiptavin.
Viðskiptavinir fá:
- Viðskiptatengilið.
- Greiðan aðgang að teymi sérfræðinga með víðtæka þekkingu og reynslu á innlendum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
- Fundi eins reglulega og óskað er eftir, þar sem farið er yfir horfur á mörkuðum auk þess sem ráðgjöf er veitt varðandi eignasöfn viðskiptavina.
- Aðgang að sjóðum fjölmargra alþjóðlegra sjóðastýringarfyrirtækja sem oft standa einungis stofnanafjárfestum til boða.
- Fullan aðgang að miðlun og annarri þjónustu.
- Regluleg yfirlit yfir ávöxtun eignasafns og aðgang að fjárfestavef. Ef viðskiptavinur er með fleiri en eitt safn hjá Fossum getur hann nálgast upplýsingar um þau öll á einum stað.
- Bestu kjör hverju sinni.
Starfsfólk eignastýringar
Hefur fjölbreyttan bakgrunn og býr yfir víðtækri fjármálaþekkingu og -reynslu. Höfuðáhersla er á gott samband við viðskiptavini og boðið er upp á faglega og persónulega þjónustu þar sem hagsmunir viðskiptavina eru ávallt í fyrirrúmi. Traust og trúnaður eru í forgrunni.
Netfangið okkar er eignastyring@fossar.is