Einkabanki Fossa
Fagleg og persónuleg þjónusta fyrir fjárfesta sem vilja vandaða umsjón með eignum sínum.
Einkabanki Fossa starfar með einstaklingum, fjárfestingarfélögum og fyrirtækjum sem hafa byggt upp veruleg verðmæti og vilja skýra heildarumgjörð, áreiðanlega framkvæmd og náið samstarf við sérfræðinga.
Eignastýring fyrir stofnanafjárfesta fer fram hjá Íslenskum verðbréfum hf.
Nálgun okkar
Við leggjum áherslu á skýr samskipti, einfalt verklag og náið samstarf sem tryggir góða yfirsýn og traustan grunn fyrir ákvarðanir um framtíð eigna.

Boðið er upp á eftirfarandi þjónustuleiðir:
Eignastýring
Í eignastýringu sjáum við um daglega stýringu eignasafnsins þíns.
Sérfræðingar Fossa taka ákvarðanir um kaup og sölu eigna í samræmi við fjárfestingarstefnu sem mótuð er út frá þínum markmiðum og þínum þörfum.
Framkvæmd eignastýringar fer fram í samstarfi við systurfélag Fossa, Íslensk verðbréf hf., sem hefur yfir að ráða teymi sérfræðinga með mikla reynslu af virkri stýringu eigna.
Lausafjárstýring
Lausafjárstýring er sérhönnuð fyrir fyrirtæki, félög og stofnanir sem vilja ávaxta laust fé á öruggan og ábyrgan hátt, en halda fullum sveigjanleika til ráðstöfunar með stuttum fyrirvara.
Framkvæmd lausafjárstýringar fer fram í samstarfi við systurfélag Fossa, Íslensk verðbréf hf., sem hefur yfir að ráða teymi sérfræðinga með mikla reynslu af virkri stýringu eigna.
Fjárfestingarráðgjöf
Í fjárfestingarráðgjöf tekur þú sjálfur fjárfestingarákvarðanir, en nýtur faglegs baklands ráðgjafa Fossa. Ráðgjafinn veitir upplýsingar um markaðsþróun, ræðir fjárfestingartækifæri og annast framkvæmd viðskipta í samræmi við þínar ákvarðanir.
Aukin þjónusta við viðskiptavini einkabanka
1. Öflug þjónusta og aðgengi
- Greiður aðgangur að teymi sérfræðinga með víðtæka þekkingu og reynslu
- Persónulegur viðskiptastjóri sérhæfður í eignastýringu
- Regluleg samtöl, skýr eftirfylgni og góð yfirsýn
- Regluleg yfirlit yfir ávöxtun ásamt aðgangi að fjárfestavef með skýrum samanteknum upplýsingum
2. Faglegur virðisauki og tækifæri
- Forgangur að sérhæfðum fjárfestingum innan Fossa
- Aðgangur að fjölbreyttu úrvali sjóða, bæði innlendum og erlendum, sem oft standa eingöngu stofnanafjárfestum til boða
- Valdir viðburðir og fræðsluviðburðir sem styðja fjárfestingar og framtíðarsýn
3. Samstarf og sérkjör
- Sérkjör í samstarfi við BBA/Fjeldco, m.a. ráðgjöf í skatta- og erfðamálum
- Betri kjör í sjóða- og verðbréfaviðskiptum
Starfsfólk einkabanka Fossa
Starfsfólk einkabanka Fossa hefur fjölbreyttan bakgrunn og býr yfir víðtækri fjármálaþekkingu og -reynslu. Höfuðáhersla er á gott samband við viðskiptavini og boðið er upp á faglega og persónulega þjónustu þar sem hagsmunir viðskiptavina eru ávallt í fyrirrúmi. Traust og trúnaður eru í forgrunni.
Tökum samtal um framtíð eigna þinna
Sendu okkur línu á netfangið eignastyring@fossar.is