Fagfjárfestaþjónusta

Fagfjárfestaþjónusta er sérsniðin að þörfum stofnanafjárfesta á borð við lífeyrissjóði, tryggingarfélög, sjóðastýringarfyrirtæki, stofnanir og fyrirtæki.

Fossar veita stofnanafjárfestum faglega ráðgjöf við val á fjárfestingarkostum og bjóða upp á greiningar á öllum helstu eignaflokkum og sjóðum. Leitast er við að mæta fjölbreyttum þörfum stofnanafjárfesta, hvort sem um er að ræða upplýsingagjöf, greiningar, skýrslugerð eða kynningar. Vel er fylgst með þróun á alþjóðlegum mörkuðum og reglulega farið yfir horfur út frá fjárfestingartækifærum og áhættuþáttum.

Fjárvarsla

Fossar bjóða upp á alhliða vörsluþjónustu. Viðskiptavinir fá reglulega send yfirlit yfir fjárfestingar og ávöxtun eignasafna. Að auki hafa viðskiptavinir aðgang að vörslusöfnum sínum í gegnum fjárfestavef Fossa hvar og hvenær sem er.

Alþjóðlegir samstarfsaðilar

Fossar vinna með alþjóðlegum fjárfestingarráðgjöfum og hafa aðgang að fjölbreyttu greiningarefni og gagnagrunnum um alþjóðlega sjóði og rekstraraðila þeirra. Samstarf er við mörg af fremstu sjóðastýringarfyrirtækjum heims og viðskiptavinum boðinn aðgangur að sjóðum þeirra í öllum helstu eignaflokkum. Veitt er ráðgjöf í takt við þarfir og markmið einstakra fjárfesta að teknu tilliti til fjárfestingarstefnu, áhættuþols og ávöxtunarmarkmiða þeirra.

Ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar

Fossar aðstoða viðskiptavini þannig að fjárfestingar þeirra taki mið af bæði fjárhagslegum og samfélagslegum markmiðum þeirra, hvort sem þau snúa að umhverfislegum, félagslegum eða stjórnarfarslegum þáttum.

Fossar hafa leitast eftir að mynda sambönd við alþjóðleg sjóðastýringarfyrirtæki sem eru í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að samfélagslega ábyrgum fjárfestingum, og hafa helstu samstarfsaðilar Fossa hlotið fjölmargar alþjóðlegar viðurkenningar og verðlaun á því sviði.