Hin árlega ráðstefna Fossa, Iceland Capital Markets Day, var haldin í London þann 25. apríl 2023
Fossar fjárfestingarbanki hélt árlega ráðstefnu sína á Claridge’s í London þar sem erlendum fjárfestum var kynnt staða efnahagsmála á Íslandi og tækifæri til fjárfestinga hér á landi. Helstu umræðuefni ráðstefnunnar voru endurreisn ferðaþjónustunnar , breyttar áherslur í ferðalögum ferðamanna og strategísk staðsetning Íslands. Fyrirlesarar voru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Grímur Sæmundsen, stofnandi og forstjóri Bláa lónsins, og Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, í röð áhugaverðra erinda.
Þetta er fyrsta ráðstefna sinnar tegundar sem haldin er síðan íslenski hlutabréfamarkaðurinn var færður upp um flokk í FTSE vísitölunni (FTSE secondary emerging markets index) en flutningurinn hefur aukið bæði innflæði og athygli passífra og aktívra erlendra fjárfesta á íslenskum fjármálamarkaði.
Fossar fjárfestingarbanki er áfram í fararbroddi þegar kemur að þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum markaði og hlakkar til áframhaldandi þróunar á mikilvægi Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.