Almennt hlutafjárútboð Fly Play hf. hófst kl. 10:00, þriðjudaginn 9. apríl 2024 og lýkur fimmtudaginn 11. apríl 2024 kl. 16:00
Boðnir verða til kaups allt að 111.111.112 nýir hlutir útgefnir af PLAY á áskriftargenginu 4,5 krónur á hvern hlut, að jafnvirði allt að 500 milljónum króna. Til að stuðla að jafnræði hluthafa munu núverandi hluthafar, aðrir en þeir sem hafa nú þegar skráð sig fyrir nýjum hlutum, njóta forgangs til áskriftar ef til umframáskriftar kemur.
Tekið verður við áskriftum rafrænt á áskriftarvef útboðs sem aðgengilegur er á vef Fossa fjárfestingarbanka. Þar er einnig að finna ítarlegar upplýsingar um útboðið.
Nánari upplýsingar veitir:
Fyrirtækjaráðgjöf Fossa fjárfestingarbanka hf.
S: 522-4000
Netfang: ftr@fossar.is