28. september 2020

Útboð á grænum skuldabréfum OR 30. september nk.

Miðvikudaginn 30. september 2020 verða boðin til sölu í lokuðu útboði skuldabréf í grænum skuldabréfaflokkum Orkuveitu Reykjavíkur, OR020934 GB og OR180255 GB.

  • OR020934 GB ber fasta verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 2. september 2034.
  • OR0180255 GB ber fasta verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 18. febrúar 2055.

Áður hafa verið gefin út bréf í flokkunum að nafnvirði 5.295 m.kr. í OR020934 GB og að nafnvirði 20.131 m.kr. í OR0180255 GB

Útgáfa skuldabréfaflokkanna er í samræmi við áður samþykkta lántökuheimild Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2020.

Fossar markaðir hafa umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.

Nánari upplýsingar:
Ingvar Stefánsson
Framkvæmdastjóri Fjármála OR
Sími: 516-6100
Netfang: ingvar.stefansson@or.is

Matei Manolescu
Markaðir, Fossar markaðir
Sími: 522-4008
Netfang: matei.manolescu@fossar.is