5. janúar 2017

Umtalsverð hlutdeild Fossa markaða hf. í Kauphöllinni á árinu 2016

Heildarvelta í Kauphöllinni með hlutabréf fyrir árið 2016 nam um 558 milljörðum, sem er 43% veltuaukning frá fyrra ári. Heildarvelta viðskipta með skuldabréf dróst hins vegar saman um 26% frá fyrra ári og nam 1.476 milljörðum króna árið 2016.

Fossar markaðir voru með 8.4% hlutdeild af viðskiptum með hlutabréf á árinu og 12.5% hlutdeild af viðskiptum með skuldabréf.

Hlutdeild Fossa markaða í desember var 8.5% af hlutabréfaviðskiptum og 17.4% af skuldabréfaviðskiptum.

Fossar markaðir hafa á liðnu ári komið sér rækilega fyrir í hópi þeirra fjármálafyrirtækja sem eru með mesta veltuhlutdeild í Kauphöllinni.