Þann 19. mars 2020 lauk Reginn hf. stækkun á skuldabréfaflokknum REGINN280130. Flokkurinn er verðtryggður og tryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins.
Seld voru skuldabréf að nafnverði 1.000 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,65% og verður heildarstærð flokksins því í kjölfar stækkunar að nafnverði 2.520 m.kr.
Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna miðvikudaginn 25. mars næstkomandi og óskað verður eftir töku skuldabréfanna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfarið.
Fossar markaðir höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna, útgáfu þeirra og töku til viðskipta.
Nánari upplýsingar veita:
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262
Jóhann Sigurjónsson – Fjármálastjóri – johann@reginn.is – S: 512 8900 / 859 9800
Matei Manolescu – Fossar markaðir – matei.manolescu@fossar.is – S: 522 4008