29. janúar 2018

Skuldabréfa útgáfa OR í umsjón Fossa markaða

Orkuveita Reykjavíkur hefur ráðið Fossa markaði hf. til að hafa umsjón með skuldabréfaútboðum OR næstu 12 mánuði. Útboðin verða í neðangreindum flokkum Orkuveitu Reykjavíkur, sem báðir hafa verið teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Flokkur OR090546: Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæpra 29 ára. Áður útgefin skuldabréf að nafnverði 14.491.243.199 kr.

Flokkur OR090524: Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæpra 7 ára. Áður útgefin skuldabréf að nafnverði 2.088.000.000 kr.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt heimild til fjármögnunar í formi lántöku eða útgáfu skuldabréfa og víxla á árinu 2018 sem nemur allt að 15 milljörðum króna.

Fyrsta útboð verður mánudaginn 5. febrúar 2018 verða boðin til sölu ný skuldabréf í báðum flokkum. Útboðið verður lokað og með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður í hverjum flokki. OR áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.