2. desember 2020

Reitir gefa út nýjan skuldabréfaflokk

Reitir fasteignafélag hf. hefur lokið sölu á skuldabréfum í nýjum skuldabréfaflokki, REITIR150523. Flokkurinn er óverðtryggður og tryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn ber 3,05% fasta ársvexti og er með einum gjalddaga höfuðstóls 15. maí 2023 og vaxtagreiðslum á líftíma flokksins.

Seld voru skuldabréf að nafnverði 4.000.000.000 króna á pari.

Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna þriðjudaginn 15. desember og verður óskað eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland sama dag.

Grunnlýsing félagsins, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreinds skuldabréfaflokks verða birt á vefsíðu félagsins, reitir.is/fjarfestar. Tilkynningar sem Reitir fasteignafélag hf. birtir í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.

Fossar markaðir hafa umsjón með sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar:

Einar Þorsteinsson
Fjármálastjóri Reita
Sími: 669-4416
Netfang: einar@reitir.is

Matei Manolescu
Fossar markaðir
Sími: 522-4008
Netfang: matei.manolescu@fossar.is