Reginn fasteignafélag (Nasdaq: REGINN) lauk í gær, fimmtudaginn 12. nóvember, sölu á grænum skuldabréfum í flokknum REGINN50 GB.
Skuldabréfaflokkurinn, sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins, er verðtryggður til 30 ára og voru 7,5 milljarðar að markaðsvirði seldir í lokuðu útboði til fagfjárfesta. Skuldabréfin bera 2,477% vexti og voru seld á ávöxtunarkröfunni 2,50%. Áætlaður uppgjörsdagur útgáfunnar er 14. desember nk.
Sótt verður um skráningu skuldabréfanna á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf. Kröfur samkvæmt skuldabréfunum eru tryggðar samkvæmt sértæku tryggingarfyrirkomulagi með veði í Hagasmára 1 (Smáralind). Þar til tryggingarbréf flokksins verður komið á fyrsta veðrétt greiðir Reginn 0,5% (50 punkta) vaxtaauka.
Með sölu skuldabréfanna hefur félagið tryggt fjármagn til endurfjármögnunar á lánasamningi við fagfjárfestasjóðinn REG 2 Smáralind þann 14. desember nk. Lánasamningurinn ber í dag 3,95% vexti og greiðist 1,5% gjald við uppgreiðslu hans. Með uppgreiðslu lánasamningsins færist tryggingarbréf REGINN50 GB flokksins á fyrsta veðrétt og við það fellur niður áðurnefndur vaxtaauki. Tekur lækkunin gildi frá 20. febrúar 2021.
Í kjölfar útgáfunnar mun græn fjármögnun Regins nema 14,5 ma.kr. eða um 16% af fjármögnun félagsins.
Grænu umgjörðina ásamt vottun CICERO má nálgast á vefsíðu Regins á slóðinni https://www.reginn.is/en/investors/green-financing.
Fossar markaðir hf. höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna og veittu Reginn ráðgjöf við gerð umgjarðar um græna fjármögnun.
Nánari upplýsingar:
Helgi S. Gunnarsson
Forstjóri
Sími: 512-8900 / 899-6262
Netfang: helgi@reginn.is
Matei Manolescu
Fossar markaðir
Sími: 522-4008
Netfang: matei.manolescu@fossar.is