Kæri viðskiptavinur,
Þann 1. september sl. tóku gildi ný lög um markaði fyrir fjármálagerninga, nr. 115/2021. Hin nýju lög hafa meðal annars það markmið að auka gagnsæi í viðskiptum með fjármálagerninga og efla fjárfestavernd.
Fossum mörkuðum skylt að innleiða breytingar í starfsemi sinni til samræmis við lögin og hér að neðan eru upplýsingar um breytingar vegna þessa nýja regluverks.
Tilkynning um breytingar á skilmálum
Breytingar hafa verið gerðar á viðskiptaskilmálum Fossa markaða hf. vegna gildistöku laga um markaði fyrir fjármálagerninga. Við biðjum þig vinsamlegast um að undirrita viðskiptaskilmálana á ný en þá má nálgast og undirrita hér: https://fill.taktikal.is/s/734a79cda76e
Skilmálarnir eru einnig birtir á heimasíðu Fossa undir flipanum „Upplýsingar“. Haldi viðskiptavinur áfram viðskiptum eftir að breyttir skilmálar tóku gildi telst hann samþykkur breytingunum, en þeir tóku gildi vegna allra viðskipta með fjármálagerninga við birtingu þeirra og frá gildistöku laganna þann 1. september 2021.
LEI númer og NCI númer
Lögaðilum er skylt að vera með LEI númer (e. Legal Entity Identifier) til að eiga viðskipti með skráð verðbréf frá 1. september 2021. Fossum er óheimilt að framkvæma viðskipti með skráð verðbréf fyrir lögaðila eftir 1. september ef LEI númer er ekki til staðar.
Viðurkenndir útgefendur LEI-kóða innheimta gjöld vegna útgáfu þeirra og eru útgefendur meðal annars Bloomberg. Þannig er hægt að sækja um LEI hér: https://lei.bloomberg.com. Stofna þarf aðgang og í framhaldi er hægt að velja „Create“ og sótt um LEI. Heildarlisti yfir aðila sem hafa heimild til útgáfu LEI númer er að finna á https://www.gleif.org
Þá þurfa einstaklingar með erlent ríkisfang að skila inn NCI númeri (e. National Client Identifier) til Fossa markaða ef þeir ætla að eiga viðskipti með ofangreinda fjármálagerninga frá og með 1. september 2021. NCI er ólíkt eftir löndum og getur til dæmis verið kennitala, skattanúmer, vegabréfsnúmer eða CONCAT númer.
Mat á hæfi og tilhlýðileika
Fossar markaðir afla upplýsinga um þekkingu viðskiptavinar, reynslu hans og fjárhagslegan styrk ásamt öðrum þáttum sem veita félaginu grundvöll til að meta hvort viðskipti hæfi honum eða séu tilhlýðileg fyrir hann. Ef breytingar hafa orðið á högum viðskiptavinar er hann hvattur til að uppfæra matið, svo svörin gefi rétta mynd af þörfum hans hverju sinni, en það er hægt með því að fylla út spurningalistann hér:
Fyrir einstaklinga: https://fill.taktikal.is/s/20cdfbc3b284
Fyrir lögaðila: https://fill.taktikal.is/s/877d75267308
Nánari upplýsingar veita starfsmenn regluvörslu í gegnum netfangið compliance@fossar.is.