Við styðjum viðskiptavini okkar til vaxtar

Lánasvið

Lánasvið Fossa býður sérhæfð lán til fjölbreyttra verkefna á borð við fasteignakaup, þróun byggingarverkefna, verðbréfafjármögnun og ýmissa annarra fjárfestinga. Viðskiptavinir lánasviðs eru fyrirtæki, fjárfestar og stofnanir sem njóta traustrar og persónulegrar þjónustu. Áhersla er lögð á skjóta ákvörðunartöku og sveigjanleika en einnig getur sviðið nýtt innviði bankans til að miðla verkefnum til annarra fjárfesta.