13. desember 2016

Góð hlutdeild Fossa markaða hf. í Kauphöllinni í nóvember

Töluverð velta var í Kauphöllinni síðastliðinn mánuð, bæði á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði, og voru Fossar markaðir hf. umsvifamiklir í þessum viðskiptum. Samkvæmt veltutölum frá Kauphöllinni voru Fossar markaðir hf. með 16% hlutdeild af viðskiptum með skuldabréf í nóvember og 10% hlutdeild af viðskiptum með hlutabréf.

Fossar markaðir hf. eru enn fremur í hópi fjármálafyrirtækja sem eru með mesta hlutdeild í Kauphöllinni það sem af er ári og eru, sem fyrr, leiðandi í viðskiptum erlendra aðila á markaðnum.