Sjálfbærni

Það er markmið Fossa að vera í fararbroddi íslenskra fyrirtækja í samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni, bæði í eigin starfsemi og í gegnum víðtæk áhrif starfseminnar á viðskiptavini og aðra haghafa.

Sjálfbærnisjónarmið hafa ávallt verið höfð að leiðarljósi í starfsháttum félagsins og mun sjálfbærnistefna okkar miða að því að starfsemi og rekstur fyrirtækisins verði áfram til fyrirmyndar.

Félagið hefur verið brautryðjandi í umsjón með útgáfu grænna skuldabréfa hérlendis, en græn skuldabréf eru gefin út til að fjármagna umhverfisvæn verkefni og eru öflugt tæki til að bregðast við loftslagsbreytingum. Félagið hafði umsjón með fyrstu útgáfu grænna skuldabréfa hér á landi og hefur verið leiðandi ráðgjafi á markaði með grænar skuldabréfaútgáfur.

Eignastýringasvið Fossa hefur innleitt verklag um ábyrgar fjárfestingar í sinni starfsemi. Með ábyrgum fjárfestingum er átt við að tekið sé mið af umhverfislegum og félagslegum þáttum sem og stjórnarháttum (UFS) við fjárfestingaákvarðanir og munu þær áherslur eiga við í öllu fjárfestingaferli eignastýringarinnar.

Sjálfbærnistefna nær til starfsemi og reksturs Fossa. Starfsmenn hafa farið í gegnum stefnumótun og eru upplýst um stefnuna, markmið hennar og tilgang.

Sjá sjálfbærnistefnu

Sjá sjálfbærniskýrslu

Yfirlýsing um sjálfbærniáhættu

Yfirlýsing varðandi neikvæð áhrif á sjálfbærniþætti

Fossar eru aðilar að UN PRI (United Nations Principles for Responsible Investment), en með aðildinni hefur félagið skuldbundið sig opinberlega til að innleiða og útfæra meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar í starfsemi sinni.

Fossar er aðili að IcelandSif, umræðuvettvangs um ábyrgar fjárfestingar, sem hefur það markmið að efla þekkingu á sjálfbærum og ábyrgum fjárfestingum. Starfsmenn Fossa eru þar virkir þátttakendur og eru fulltrúar í vinnuhópum á vegum samtakanna.