Sjálfbærni
Það er markmið Fossa að sýna metnað og ábyrgð í sjálfbærni, bæði í rekstri félagsins og í gegnum áhrif starfsemi félagsins á viðskiptavini og aðra haghafa. Fossar vilja því leitast við að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif í rekstri sínum, skapa öruggan og uppbyggilegan starfsvettvang og stuðla að góðum stjórnarháttum.
Sjálfbærnistefna bankans nær til bæði starfsemi og reksturs Fossa og byggir á tvöfaldri mikilvægisgreiningu. Starfsmenn hafa farið í gegnum stefnumótun og eru upplýst um stefnuna, markmið hennar og tilgang. Í árlegum sjálfbærniskýrslum bankans er gerð grein fyrir framvindu markmiða og árangri samkvæmt stefnunni.
Fossar eru óbeinn aðili að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar, Principles for Responsible Investment (UN PRI), í gegnum aðild Skaga hf., sem er móðurfélag Fossa. Með þeirri aðild skuldbindur Skagi sig opinberlega til að innleiða og útfæra meginreglur þeirra í starfsemi sinni. Í sjálfbærnistefnu Fossa er að auki fjallað um ábyrgar fjárfestingar og lánveitingar.
Fossar er aðili að IcelandSif, umræðuvettvangs um ábyrgar fjárfestingar, sem hefur það markmið að efla þekkingu á sjálfbærum og ábyrgum fjárfestingum.
Fossar voru brautryðjandi í umsjón með útgáfu grænna skuldabréfa hérlendis, en græn skuldabréf eru gefin út til að fjármagna umhverfisvæn verkefni. Fossar höfðu umsjón með fyrstu útgáfu grænna skuldabréfa hér á landi og hefur verið leiðandi ráðgjafi á markaði með grænar skuldabréfaútgáfur.
Sjá sjálfbærnistefnu
Sjá sjálfbærniskýrslu
Yfirlýsing um sjálfbærniáhættu
Yfirlýsing varðandi neikvæð áhrif á sjálfbærniþætti
