Meðferð kvartana
Viðskiptavinir Fossa fjárfestingarbanka geta beint kvörtunum sem þeir kunna að hafa til framlínustarfsmanna bankans eða til regluvarðar (regluvordur@fossar.is). Einnig geta þeir komið kvörtunum og öðrum ábendingum á framfæri í gegnum síma 522-4000. Kvartanir eru meðhöndlaðar til samræmis við reglur bankans um meðhöndlun kvartana.
Telji viðskiptavinur svör Fossa ófullnægjandi, getur hann beint kvörtun sinni til eftirfarandi aðila:
1. Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Ef viðskiptavinur er ósáttur við þau svör sem bankinn veitir, getur hann beint kvörtun sinni til Úrskurðanefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sem fjallar m.a. um ágreining viðskiptavina við fjármálafyrirtæki.
Úrskurðanefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Guðrúnartún 1
105 Reykjavík
Sími: 578-6500
Tölvupóstur: fjarmal@nefndir.is
Fylla þarf út sérstakt málskotseyðublað og senda í tölvupósti á fjarmal@nefndir.is til að óska eftir úrskurði nefndarinnar. Nánari upplýsingar og málskotseyðublað er að finna á heimasíðu nefndarinnar (nefndir.is).
2. Upplýsinga- og leiðbeiningaþjónusta Fjármálaeftirlitsins
Fjármálaeftirlitið leiðbeinir viðskiptavinum fjármálafyrirtækja í samræmi við leiðbeiningaskyldu stjórnvalda. Sjá má frekari upplýsingar á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins.
3. Neytendastofa
Neytendastofa er stjórnvald á sviði neytendamála sem annast framkvæmd á ýmsum lögum á sviði neytendaverndar. Á heimasíðu Neytendastofu er m.a. unnt að nálgast upplýsingar um það í hvaða tilvikum og með hvaða hætti neytendur geta leitað til stofnunarinnar, telji þeir að brotið hafi verið á réttindum þeirra.
4. Dómstóla
Aðilar geta lagt ágreining fyrir dómstóla.
Nánari upplýsingar um meðferð kvartana er að finna í reglum Fossa um meðferð kvartana.