3. maí 2017

Fossar viðhalda sterkri stöðu í Kauphöllinni í apríl

Fossar markaðir hf. viðhalda miklum umsvifum í Kauphöllinni í apríl, í viðskiptum með bæði skuldabréf og hlutabréf.

Hlutdeild Fossa markaða í tilkynntum viðskiptum í apríl var 17,0% í skuldabréfum og 17,1% í hlutabréfum og samsvarandi 12,6% og 14,0% í öllum viðskiptum. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 57 milljörðum króna. Heildarviðskipti á hlutabréfamarkaði námu 38 milljörðum í mánuðinum.