Fossar hafa undirritað samning við Lánamála ríkisins um útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði.
Samningurinn tekur gildi 13. október 2022 og frá og með þeim degi bætast Fossar í hóp aðalmiðlara með ríkisbréf. Aðrir aðalmiðlarar eru Arion banki hf., Íslandsbanki hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf.
Samningurinn við Fossa er samhljóða samningum sem gerðir voru við aðra aðalmiðlara 18. mars 2022.
Nánari upplýsingar:
Björgvin Sighvatsson
Forstöðumaður Lánamála ríkisins
Sími: 569-9600
Ottó Stefán Michelsen
Fossar fjárfestingarbanki
Sími: 522-4026
Netfang: otto.michelsen@fossar.is