22. ágúst 2025

Fossar umsjónaraðili skuldabréfaútgáfu Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg hefur lokið lokuðu útboði í skuldabréfaflokkunum RVKN 35 1 og RVK 44 1.

Í skuldabréfaflokknum RVK 44 1 voru seld skuldabréf fyrir samtals 960 m.kr. að nafnvirði á kröfunni 4,11%. Útistandandi fyrir útboð voru 9.010 m.kr. að nafnvirði að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar vegna viðskiptavaktar 800 m.kr. Heildarstærð flokksins er nú 9.970 m.kr. að nafnvirði.

Í skuldabréfaflokknum RVKN 35 1 voru seld skuldabréf fyrir samtals 4.645 m.kr. að nafnvirði á kröfunni 8,71%. Útistandandi fyrir útboð voru 38.530 m.kr. að nafnvirði, að meðtöldum eigin bréfum Reykjavíkurborgar vegna viðskiptavaktar 960 m.kr. Heildarstærð flokksins er nú 43.175 m.kr. að nafnvirði.

Útboðið var framkvæmt í einkaútgáfu (e. private placement) og undanþegið gerð lýsingar á grundvelli b-liðar 2. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópusambandsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/1129 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði.

Fossar fjárfestingarbanki hf. hafði umsjón með útboðinu og verður óskað eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfarið.