Fasteignafélagið Reykjastræti ehf. lauk í gær, 13. október 2025, stækkun á skuldabréfaflokknum REYS 160735. Gefin voru út skuldabréf að nafnvirði 4.100 m.kr. og seld á ávöxtunarkröfunni 4,33%. Stærð flokksins eftir stækkun verður 8.100 milljónir að nafnvirði.
Reykjastræti á fjölbreytt safn fasteigna og er eignasafnið um 46 þúsund fermetrar að stærð og samanstendur af 14 nýlegum og vel staðsettum eignum á höfuðborgarsvæðinu. Til viðbótar er félagið með í rekstri yfir 360 bílastæði, samtals hátt í 10 þúsund fermetra sem staðsett eru í bilakjöllurum Hafnartorgs og Hörpu. Helstu eignir félagsins eru Urðarhvarf 4 og 8, Reykjastræti 2 (3.-5. hæð), Kalkofnsvegur 2 (3.-6. hæð), Dalvegur 32 A og B, Tónahvarf 5 og Koparhella 5.
Fossar fjárfestingarbanki hf. hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og fyrirhugaðri töku þeirra til viðskipta á markaði.
Nánari upplýsingar veitir:
Arnar Geir Sæmundsson, Fossar fjárfestingarbanki hf., sími: 522 4000, netfang: arnar.saemundsson@fossar.is
Ásgrímur Gunnarsson, Fossar fjárfestingarbanki hf., sími: 522 4000, netfang: asgrimur.gunnarsson@fossar.is
Ólafur Þór Jóhannesson, Reykjastræti ehf., netfang: olafur@tgverk.is
Ólafur Stefánsson, Reykjastræti ehf., netfang: olafurs@reykjastraeti.is