Orkuveita Reykjavíkur (Orkuveitan) efnir til útboðs á skuldabréfum í dag, miðvikudaginn 25. september 2024. Boðnir verða til sölu grænu skuldabréfaflokkarnir OR0280845 GB og OR180255 GB ásamt nýjum grænum óverðtryggðum skuldabréfaflokki OR031033 GB.
OR031033 GB ber fasta 8,30% óverðtryggða vexti og greiðir jafnar afborganir á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 3. október 2033. Ekki hafa verið gefin út bréf í flokknum áður.
OR280845 GB ber fasta verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 28. ágúst 2045. Flokkurinn ber 3,70% fasta vexti og er uppgreiðanlegur að 13 árum liðnum. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnverði 2.050 m.kr. í flokknum.
OR180255 GB ber fasta verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 18. febrúar 2055. Áður hafa verið gefin út bréf að nafnverði 35.246 m.kr. í flokknum.
Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.
Skila skal inn tilboðum á netfangið utbod@fossar.is fyrir klukkan 17:00 í dag, miðvikudaginn 25. september 2024. Uppgjör viðskipta fer fram miðvikudaginn 2. október 2024.
Nánari upplýsingar veita:
Snorri Hafsteinn Þorkelsson
Framkvæmdastjóri Fjármála Orkuveitunnar
Sími: 516 6100
Netfang: snorri.hafsteinn.thorkelsson@or.is
Matei Manolescu
Markaðsviðskiptum Fossa fjárfestingarbanka
Sími: 522 4008
Netfang: matei.manolescu@fossar.is