Bankasýsla ríkisins hefur ráðið Fossa markaði ásamt átta öðrum aðilum sem söluráðgjafa vegna sölu á eignarhlutum Íslandsbanka í gegnum hlutafjárútboð og skráningu á markað um mitt árið 2021.
Fossar markaðir, ásamt aðilunum átta voru valdir úr hópi 24 aðila sem skiluðu inn áhugayfirlýsingum til að verða söluráðgjafar. Bankasýslan gerir ekki ráð fyrir frekari ráðningum að þessu leyti til.
Áður hefur Bankasýslan ráðið STJ Advisors Group Limited sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa, Citigroup Global Markets Europe AG, J.P. Morgan og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem leiðandi umsjónaraðila og söluráðgjafa og BBA Fjeldco og White & Case LLP sem sameiginlega lögfræðiráðgjafa.