24. nóvember 2016

Fossar markaðir og Neuberger Berman hefja samstarf

Fossar markaðir hafa gert samstarfssamning við Neuberger Berman Europe Limited um sölu og dreifingu á erlendum sjóðum fyrirtækisins.

Neuberger Berman Group er rótgróið eignastýringarfyrirtæki sem stofnað var í Bandaríkjunum árið 1939. Fyrirtækið er að fullu í eigu starfsmanna og þar starfa um 2.000 manns í 19 löndum. Eignir í stýringu hjá Neuberger Berman nema um 246 milljörðum dollara. Neuberger Berman býður upp á mikið úrval sjóða í hlutabréfa-, skuldabréfa-, framtaks- og vogunarsjóðum og vinnur náið með stofnanafjárfestum og ráðgjöfum um heim allan.

Anna Þorbjörg Jónsdóttir, sem leiðir erlendar fjárfestingar hjá Fossum: „Samstarfið við Neuberger Berman er mikilvægur hluti af þjónustuleiðum sem viðskiptavinum Fossa markaða standa til boða í tengslum við alþjóðlega fjárfestingastarfsemi. Í gegnum samstarfið bjóðum við viðskiptavinum okkar að fjárfesta í fjölbreyttu úrvali sjóða, sem hafa sýnt framúrskarandi ávöxtun. Neuberger Berman er traustur og reynslumikill samstarfsaðili og leggur mikla áherslu á að hagsmunir sjóðstjóra fyrirtækisins fari saman við hagsmuni fjárfesta. Dæmi um það er að sjóðstjórarnir og fjölskyldur þeirra fjárfesta í þeim sjóðum sem þeir stýra.“

Dik van Lomwel, yfirmaður EMEA (Evrópa, Miðausturlönd og Afríka) og LATAM (Mið- og Suður-Ameríka) hjá Neuberger Berman: „Við erum hæstánægð með samstarfið við Fossa markaði. Það er lykilþáttur í sókn okkar inn á íslenskan markað. Við trúum því að breidd og dýpt fjárfestingarkosta okkar svari vel fjölbreyttum þörfum íslenskra fjárfesta og aðstoði þá við að ná fjárfestingarmarkmiðum sínum, hvort sem þau fela í sér öflun tekna, áhættustýringu eða varðveislu höfuðstóls.“

Nánari upplýsingar:

Anna Þorbjörg Jónsdóttir

anna.jonsdottir@fossar.is

sími: 5224000

DISCLAIMER

This document is issued by Neuberger Berman Europe Limited (“NBEL”) which is authorised and regulated by the UK Financial Conduct Authority (“FCA”) and is registered in England and Wales, at Lansdowne House, 57 Berkeley Square, London, W1J 6ER and is also a Registered Investment Adviser with the Securities and Exchange Commission in the U.S. and regulated by the Dubai Financial Services Authority

The above press article is for information purposes only and it should not be regarded as an offer or solicitation of an offer. The opinions expressed reflect the opinion of Neuberger Berman Group and its affiliates (“Neuberger Berman”) and are subject to change without notice.

Neuberger Berman is a registered trademark.

© 2016 Neuberger Berman

AC278