2. desember 2021

Fossar markaðir ljúka skuldabréfaútgáfu fyrir Félagsbústaði

Félagsbústaðir hafa lokið við stækkun á félagslega skuldabréfaflokknum FB100366 SB. Gefin voru út skuldabréf að nafnverði kr. 5.200 milljónir og seld á ávöxtunarkröfunni 1,45%. Heildarstærð flokksins verður 18.800 milljónir króna að nafnvirði eftir stækkunina.

Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður með lokagjalddaga árið 2066 og ber einfalda ábyrgð Reykjavíkurborgar.

Fossar markaðir hafa umsjón með útgáfu og sölu félagslegu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á Sustainable Bond markaði Nasdaq Iceland.

Nánari upplýsingar:

Sigrún Árnadóttir
Framkvæmdastjóri Félagsbústaða
Sími: 520 1500
sigrun@felagsbustadir.is

Daði Kristjánsson
Fossar markaðir hf.
Sími: 840 4145
dadi.kristjansson@fossar.is

Matei Manolescu
Fossar markaðir hf.
Sími: 832 4008
matei.manolescu@fossar.is