Lokuðu útboði Reita fasteignafélags hf. á skuldabréfum þann 20. maí 2021 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í verðtryggða flokknum REITIR150527, og óverðtryggða flokknum REITIR150523. Alls bárust tilboð í flokkana tvo að nafnvirði 3.890 m.kr.
Í flokknum REITIR150527 var ákveðið að taka tilboðum að nafnvirði 3.070 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,25%. Í flokknum REITIR150523 var ákveðið að taka tilboðum að nafnvirði 220 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,05%.
Fossar markaðir höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna.
Gjalddagi áskrifta og afhending bréfa er fyrirhuguð fimmtudaginn 27. maí næstkomandi og óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfarið.
Grunnlýsing félagsins, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreindra skuldabréfaflokka verða birt á vefsíðu félagsins, reitir.is/fjarfestar. Tilkynningar sem Reitir fasteignafélag hf. birtir í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.
Nánari upplýsingar:
Einar Þorsteinsson
Fjármálastjóri Reita
Sími: 699-4416
Netfang: einar@reitir.is
Matei Manolescu
Fossar markaðir
Sími: 522-4008
Netfang: matei.manolescu@fossar.is