Lokuðu útboði Reita fasteignafélags hf. á skuldabréfum þann 25. mars 2021 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í nýjum verðtryggðum flokki, REITIR150527, ásamt bréfum í óverðtryggða flokknum REITIR150523. Alls bárust tilboð í flokkana tvo að nafnvirði 5.770 m.kr.
Í flokknum REITIR150527 var ákveðið að taka tilboðum að nafnvirði 1.210 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,38%. Í flokknum REITIR150523 var ákveðið að taka tilboðum að nafnvirði 600 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,68%.
Fossar markaðir höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna.
Gjalddagi áskrifta og afhending bréfa er fyrirhuguð í dag, þriðjudaginn 30. mars, og óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfarið.
Nánari upplýsingar:
Einar Þorsteinsson
Fjármálastjóri Reita
Sími: 699-4416
Netfang: einar@reitir.is
Matei Manolescu
Fossar markaðir
Sími: 522-4008
Netfang: matei.manolescu@fossar.is