Reginn hf. (Nasdaq: REGINN) hefur lokið útboði á skuldabréfum í nýjum grænum flokki REGINN27 GB.
Alls bárust tilboð að fjárhæð 4.315 m.kr. að nafnverði. Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 1.820 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,27%.
Sótt verður um skráningu skuldabréfanna á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf. Uppgjör viðskiptanna er fyrirhugað þann 9. júní næstkomandi.
Grænu umgjörðina ásamt vottun CICERO má nálgast á vefsíðu Regins á slóðinni https://www.reginn.is/en/investors/green-financing.
Fossar markaðir höfðu umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna ásamt töku þeirra til viðskipta á Nasdaq Iceland.
Nánari upplýsingar:
Helgi S. Gunnarsson
Forstjóri
Sími: 512-8900 / 899-6262
Netfang: helgi@reginn.is
Matei Manolescu
Fossar markaðir
Sími: 522-4008
Netfang: matei.manolescu@fossar.is