5. apríl 2019

Fossar markaðir efna til skuldabréfaútboðs fyrir Reiti fasteignafélag á þriðjudag, 9. apríl

Reitir fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum á þriðjudaginn, 9. apríl. Fossar markaðir hafa umsjón með útboðinu.

Boðin verða til sölu skuldabréf í eftirfarandi flokkum:

  • REITIR151244: Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæplega 26 ára. Áður útgefin að nafnverði 38,3 ma.kr.
  • REITIR151124: Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæplega 6 ára. Áður útgefin að nafnverði 9,5 ma.kr.
  • REITIR 22: Óverðtryggð eingreiðslubréf til tæplega 4 ára. Áður útgefin að nafnverði 1,2 ma.kr.

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið er í hverjum flokki. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er, í heild eða að hluta, eða hafna þeim öllum. Áætlaður uppgjörsdagur er föstudagurinn 12. apríl 2019.

Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. 1. mgr., 1. tl. a og b, 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreindra skuldabréfaflokka eru birt á vefsíðu félagsins, reitir.is/fjarfestar. Tilkynningar sem Reitir fasteignafélag hf. birtir í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.

Nánari upplýsingar veita Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, netfang: einar@reitir.is, sími: 699-4416, og Matei Manolescu, skuldabréfamiðlun Fossa markaða, netfang: matei.manolescu@fossar.is, sími: 522 4008.